Skip to main content

Baha® snjallforrit: Algengar spurningar


Baha snjallforritið er samrýmanlegt með Baha 6 Max hljóðörgjörvanum.Já, í flestum tilfellum. Snjallforritið er staðfest í OS stýrikerfinu sem var fáanlegt þegar það var gefið út. Ef tilkynnt er um að nýrri OS útgáfa valdi vandamálum reynum við að uppfæra snjallforritið og leysa úr vandanum eins og fljótt og hægt er.

Til að lágmarka hættu á vandamálum við pörun, tengingu eða snjallforritið við uppfærslu á OS mælum við með að þú:

  • skráir þig úr snjallforritinu, aftengir hljóðörgjörvann og fjarlægir snjallforritið úr símanum áður en þú uppfærir OS stýrikerfið, eða
  • skráir þig úr snjallforritinu, aftengir hljóðörgjörvann, fjarlægir snjallforritið úr símanum og endurræsir síðan iPhone símann þinn eftir að búið er að uppfæra iOS stýrikerfið.

Byrjaðu síðan á því að para hljóðörgjörvann og sæktu síða snjallforritið og settu það upp (sjá nánari leiðbeiningar hér á eftir) og skráðu þig inn aftur með sömu upplýsingum og áður.


Já, þú getur parað allt að 5 snjallsíma við hljóðörgjörvann þinn eða hljóðörgjörvana þína og sett upp forritið í öllum símunum. Hins vegar geturðu bara tengt einn snjallsíma í einu við hljóðörgjörvann (-örgjörvana).


Snjallforritið birtir leiðbeiningar á skjánum um hvernig eigi að leysa úr vandamálum með tengingu. Gættu þess að nota nýjasta stýrikerfið (OS) (nema Cochlear greini frá öðru á www.cochlear.com/compatibility). Við mælum með að þú aftengir hljóðörgjörvann þinn áður en þú uppfærir OS stýrikerfið og parir hann síðan aftur eftir uppfærsluna.

Einnig gætirðu fundið fyrir vandamálum við tengingu ef þú streymir hljóði frá snjallsímanum til hljóðörgjörvans þegar kveikt er á snjallforritinu. Ef snjallforritið er í gangi í bakgrunninum á meðan hljóði er streymt ætti þetta vandamál ekki að finnast.


Tengingin á milli hljóðörgjörvans og snjallsímans gæti glatað ef rafhlaðan í hljóðörgjörvanum er næstum tóm eða ef fjarlægðin á milli snjallsímans og hljóðörgjörvans er of mikil eða teppt.

Gættu þess að rafhlaðan í hljóðörgjörvanum sé með nægilega hleðslu og að hann sé í færi við snjallsímann. Gættu þess að hafa kveikt á Bluetooth og endurræstu síðan snjallforritið. Snjallforritið ætti að tengjast aftur sjálfkrafa.


Það er erfitt að gefa upp nákvæma fjarlægð því það fer eftir þáttum á borð við stöðu rafhlöðu í hljóðörgjörvanum, hvort fastir hlutir séu á milli þeirra og umhverfinu sem þú ert í.


Rafhlaðan í hljóðörgjörvanum gæti haft of litla hleðslu til að viðhalda tengingunni. Prófaðu að skipta um rafhlöðu. Snjallforritið tengist aftur sjálfkrafa.

Ef þú heldur áfram að finna fyrir vandamálum geturðu prófað að aftengja paraða hljóðörgjörvann frá snjallsímanum og para hann síðan aftur. Nánari upplýsingar má finna í „Hvernig fjarlægi ég hljóðörgjörva sem búið er að para“?


Þegar þú streymir hljóði úr snjallsímanum færast hljóðörgjörvarnir sjálfkrafa í streymisforrit. Til að fara aftur í hlustunarforrit þarf að slökkva á streyminu.


Þú gætir hafa misst niður tenginguna við hljóðörgjörvann. Þú getur skipt aftur um forrit þegar búið er að koma tengingunni á aftur.


Rafhlöðuvísirinn í snjallforritinu sýnir hvort hleðslan í rafhlöðu hljóðörgjörvans sé full eða lág. Lág hleðsla í rafhlöðu þýðir að brátt slökknar á þráðlausri tengingu og að skipta ætti um rafhlöður fljótlega.

Baha 6 Max hljóðörgjörvinn notar zink-loft rafhlöðu, sem veitir jafn mikið afl þar til hún er næstum því tóm og missir þá afl mjög fljótt. Þess vegna er erfitt fyrir snjallforritið að sýna nákvæma hleðslu rafhlöðunnar þar til hljóðörgjörvinn gefur frá sér rafhlöðuviðvörun.


Nei. Snjallforritið hefur ekki mikil áhrif á notkun rafhlöðunnar í hljóðörgjörvanum. Snjallforritið notar eitthvað af rafhlöðu snjallsímans, svipað og önnur snjallforrit.


Já. Ef þú parar snjallsímann þinn við hljóðörgjörva barnsins þíns geturðu stjórnað og fylgst með honum úr fjarlægð, en þú þarft samt að vera í færi við hann. Þetta gerir þér kleift að sjá stöðu rafhlöðunnar, breyta hljóðstyrknum og skipta um forrit án þess að þurfa að snerta hljóðörgjörvann.