Skip to main content

Baha® snjallforrit: Hafist handa

Kostir við að nota Cochlear™ Baha® snjallforritið

  • Stjórnaðu Baha 6 Max hljóðörgjörvanum þínum beint frá snjallsímanum.
  • Þú getur stillt hljóðstyrk, skipt um forrit og kveikt á streymi frá Cochlear™ True Wireless™ tækjum.
  • Sérsníddu heyrnarupplifun þína.
  • Fáðu aðstoð og nytsamleg ráð um notkun.
  • Finndu týndan hljóðörgjörva.

Hvernig á að sækja Baha snjallforritið?

Hægt er að hala Cochlear Baha snjallforritinu niður án endurgjalds í Google Play í samþykktum löndum.

Samrýmanleiki

Baha snjallforritið virkar með Baha 6 Max hljóðörgjörvanum og samrýmanlegum Android snjallsíma.
Sjá nýjustu upplýsingar um samrýmanleika snjallsíma og Android OS á www.cochlear.com/compatibility

Hafist handa

Sæktu forritið, settu það upp og opnaðu það. Þú færð leiðbeiningar í snjallforritinu hvernig eigi að halda áfram.
Þegar þú hefur opnað snjallforritið geturðu pikkað á „Demo“ til að byrja að læra um eiginleika og aðgerðir eða pikkað á „Get started“ (Hefjast handa) til að tengja snjallforritið við hljóðörgjörvann þinn.
Þú þarft að skrá þig inn með Cochlear reikningnum þínum til að geta stjórnað hljóðörgjörvanum með Baha snjallforritinu. Ef þú ert ekki með Cochlear reikning geturðu búið hann til með því að pikka á „Create account (Búa til reikning) og fara eftir leiðbeiningunum á skjánum.

Pörun hljóðörgjörva við snjallsíma

Eftir innskráningu fer snjallforritið yfir röð skrefa til að tryggja að hægt sé að koma á öruggri tengingu. Eitt af þessum skrefum er pörun þar sem listi yfir fáanlega hljóðörgjörva er birtur.
Pikkaðu á þinn hljóðörgjörva og pikkaðu síðan á „Pair“ (Para).
Ef einhver vandamál koma upp færðu leiðbeiningar á skjánum. Þegar þessu er lokið fer snjallforritið aftur sjálfkrafa í upphafsskjáinn.

Get ég parað tvíhliða hljóðörgjörva við Android símann minn?

Já. Ef þú ert með tvíhliða Baha 6 Max hljóðörgjörva þarftu að para saman báða hljóðörgjörvana við samrýmanlegan Android síma. Paraðu báða hljóðörgjörvana á sama tíma til að gera þetta (í sama pörunarglugganum).