Skip to main content

Baha® snjallforrit: Notkun forritsins

Stilling hljóðstyrks

Notaðu hljóðstyrkssleðann til að stylla hljóðstyrk hljóðörgjörvans, eða pikkaðu á hátalaratáknið til að slökkva á hljóðinu. Ef þú ert með tvíhliða stillingu geturðu pikkað á láréttu sleðana til að stækka og fá aðgang að hljóðstyrkssleðum fyrir hvort tæki fyrir sig.

Notaðu rauða hljóðstyrksleðann til að stilla styrk hljóðs sem er streymt frá þráðlausum tækjum, eða pikkaði á hátalaratáknið til að slökkva á hljóðinu. Ef þú ert með tvíhliða stillingu geturðu pikkað á láréttu sleðana til að stækka og fá aðgang að hljóðstyrkssleðum fyrir hvort tæki fyrir sig.

Skiptu um forrit og virkjun streymis frá þráðlausum tækjum

Pikkaðu á forritatáknið til að skipta um forrit eða til að kveikja á streymi frá þráðlausum tækjum.

Pikkaðu á forritatáknið til að fara í öll fáanleg forrit fyrir hljóðörgjörvann og pöruð þráðlaus tæki. Pikkaðu síðan á forritið/tækið sem þú vilt skipta til. Ef þú hefur þegar búið til Uppáhaldslista birtist hann neðst á sniði sem hægt er að fletta.

Veldu tákn fyrir nýtt uppáhald og pikkaðu síðan á „Next“ (Næsta). Veldu síðan hvort þú viljir tengja uppáhaldið við ákveðna staðsetningu eða ekki og pikkaðu síðan á „Done“ (Búið).

Að búa til Uppáhaldslista

  • Pikkaðu á tónjöfnunartáknið í valmyndinni á upphafsskjánum til að stilla bassa, miðju og diskant.
  • Færðu sleðana upp eða niður til að stilla hljóðið fyrir umhverfi þitt. Pikkaðu á táknið til að fara aftur í upphafsstillingar (flatar stillingar).
  • Forritið er með nokkrar forstillingar sem gætu verið nytsamlegar í mismunandi hljóðumhverfi. Þú getur alltaf fínstillt þær handvirkt með því að nota sleðana. Pikkaðu á „Next“ (Næst) hnappinn til að vista þessar stillingar sem Uppáhald í forritinu til að fá auðvelt aðgengi að þeim síðar.

Staða, viðvaranir og tilkynningar.

Pikkaðu á upplýsingatáknið til að sjá núverandi stöðu hljóðörgjörvans. Stöðuskjárinn sýnir núverandi forrit, hljóðstyrk, o.s.frv. Þetta getur verið afar nytsamlegt ef þú ert foreldri/forráðamaður Baha 6 Max notanda.

Stillingaskjár

Hægt er að finna margskonar valkosti og eiginleika í stillingaskjá snjallforritsins, sem má finna með því að pikka á stillingatáknið á upphafsskjánum.

Pikkaðu á „Locate device“ (Finna tæki) til að finna týndan hljóðörgjörva sem er nálægt þér með því að nota styrk merkjasendingar (því nær sem þú ferð að tækinu, því hærri verða stikurnar eða stikan).

Pikkaðu á teiknibólutáknið neðst á síðunni til að finna tæki til að finna hljóðörgjörva sem er lengra í burtu. Kortið sýnir síðustu þekktu staðsetninguna þar sem síminn þinn var tengdur við hljóðörgjörvann.

Pikkaðu á „Hearing Tracker“ (Heyrnareftirlit) í stillingavalmyndinni til að fylgjast með notkun hljóðörgjörvans og til að sjá módel og raðnúmer hljóðörgjörvans þíns.

Apple Watch

Strjúktu til vinstri eða hægri yfir skjáinn til að velja forrit, kveikja á streymi frá þráðlausu tæki eða velja Uppáhald. Notaðu Digital Crown snúningshnappinn til að hækka eða lækka hljóðið (eða slökkva á hljóðinu með því að lækka það niður í 0).